Haustlitir á striga

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Haustlitir á striga

Kaupa Í körfu

ÞAÐ er nokkuð öruggt að eftir fyrsta hausthretið kemur nær undantekningarlaust óviðjafnanleg veðurblíða. Þessi haustblíða er af mörgum talin einn fallegasti tími ársins, þegar svefnhöfgi haustsins sígur á og hafið geispar sætum andvaranum yfir landið. Hinn ungi listmálari Turner frá Chicago nýtti sér töfra veðurleysunnar til að færa haustlitina í Hljómskálagarðinum á striga sinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar