Hilmar Þór Guðmundsson

Hafþór Hreiðarsson

Hilmar Þór Guðmundsson

Kaupa Í körfu

Nýr bátur bættist í flota Húsvíkinga á dögunum þegar Hilmar Þór Guðmundsson útgerðarmaður sigldi Dínó HU 70 til nýrrar heimahafnar. Bátinn, sem er tæplega fjögurra ára af gerðinni Cleopatra 28, keypti Hilmar Þór frá Hvammstanga. Aðspurður sagðist Hilmar Þór vera ánægður með bátinn, hann væri lítið keyrður og vel með farinn. Hann hyggst gera bátinn, sem er í krókaaflamarkskerfinu, út til línu- og grásleppuveiða frá Húsavík. Fyrir á Hilmar Þór sóknardagabátinn Katrínu ÞH 10, sem er af gerðinni Sómi 860. MYNDATEXTI: Hilmar Þór Guðmundsson skipstjóri og útgerðarmaður um borð í Dínó á Húsavík.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar