Hundaleikfimi

Árni Torfason

Hundaleikfimi

Kaupa Í körfu

FERFÆTLINGAR þurfa sína hreyfingu ekki síður en tvífætlingar og hundurinn Maurer skemmti sér prýðilega í boltaleik með eiganda sínum í gær, þótt kuldinn hafi verið napur í byrjun vetrar. Hundar voru áberandi í miðbæ Reykjavíkur, Keflavíkur og Akureyrar um miðjan dag í gær þegar Hundaræktarfélag Íslands hélt árlega göngu hunda og manna. Gengið var niður Laugaveginn í Reykjavík, og þurfti til þess sérstakt leyfi, enda venjulega bannað að taka ferfættu vinina með sér á búðaröltið á Laugaveginum. Félagið reiknaði með að fjölmargir hundar myndu nýta þetta sjaldséða tækifæri til að líta í búðarglugga á Laugaveginum, enda aldrei að vita hvenær tækifæri til þess gefst næst. Hundurinn Maurer skemmti sér vel í boltaleik með eiganda sínum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar