Kristján Ragnarsson á aðlafundi LÍÚ

Jim Smart

Kristján Ragnarsson á aðlafundi LÍÚ

Kaupa Í körfu

FYRSTA verkefni Kristjáns Ragnarssonar hjá LÍÚ var að flytja inn Færeyinga til að manna íslenzka fiskiskipaflotann. Síðan tóku kjarasamningar við og það voru hans leiðinlegustu stundir. Vegna þeirra kom hann ekki heim sjö nætur í röð eftir brúðkaupsdaginn sjöunda janúar 1961. Kristján hefur nú látið af formennsku LÍÚ eftir 33 ára samfellt skeið. Hann rifjar upp ýmislegt af ferlinum í viðtali í Morgunblaðinu í dag og meðal annars segir hann þetta um kjaramálin: "Það verð ég líka að segja að mér finnst hafa orðið minnstar framfarir í samskiptum okkar og forystumanna samtaka sjómanna. Með þessu er ég að segja að þeir séu ekki nógu framsýnir og raunsæir, en sjálfsagt finnst þeim það sama um mig." MYNDATEXTI: Kristján Ragnarsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar