90 ára afmæli Morgunblaðsins

Jim Smart

90 ára afmæli Morgunblaðsins

Kaupa Í körfu

Glatt var á hjalla í Morgunblaðshúsinu við Kringluna í gær, þegar haldið var upp á 90 ára afmæli Morgunblaðsins. Fyrsta tölublaðið kom út 2. nóvember 1913. Starfsfólki og börnum þess var fyrst boðið á leikritið um hina sívinsælu Línu Langsokk í Borgarleikhúsinu og síðan var haldið yfir götuna inn í húsakynni Morgunblaðsins þar sem kaffi, djús og kökur biðu gestanna. Moggablöðrurnar voru vinsælar hjá börnunum og vitaskuld risasúkkulaðikaka með gúmmíbjörnum og smartís. Í tilefni dagsins kom einnig út blaðauki með sunnudagsblaði Morgunblaðsins þar sem fjallað var vítt og breitt um starfsemi blaðsins frá upphafi til vorra daga. Myndatexti: Meðal fjölmargra afmælisgesta í gær voru þau Hanna Johannessen, eiginkona Matthíasar Johannessen, sem var ritstjóri Morgunblaðsins frá 1959 til 2000, og Þorbjörn Guðmundsson, sem var blaðamaður á Morgunblaðinu, ritstjórnarfulltrúi og síðar fulltrúi ritstjóra um áratugaskeið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar