90 ára afmæli Morgunblaðsins

Jim Smart

90 ára afmæli Morgunblaðsins

Kaupa Í körfu

Glatt var á hjalla í Morgunblaðshúsinu við Kringluna í gær, þegar haldið var upp á 90 ára afmæli Morgunblaðsins. Fyrsta tölublaðið kom út 2. nóvember 1913. Starfsfólki og börnum þess var fyrst boðið á leikritið um hina sívinsælu Línu Langsokk í Borgarleikhúsinu og síðan var haldið yfir götuna inn í húsakynni Morgunblaðsins þar sem kaffi, djús og kökur biðu gestanna. Moggablöðrurnar voru vinsælar hjá börnunum og vitaskuld risasúkkulaðikaka með gúmmíbjörnum og smartís. Í tilefni dagsins kom einnig út blaðauki með sunnudagsblaði Morgunblaðsins þar sem fjallað var vítt og breitt um starfsemi blaðsins frá upphafi til vorra daga. Myndatexti: Haraldur Sveinsson, stjórnarformaður Árvakurs hf., útgáfufélags Morgunblaðsins, og Hallgrímur B. Geirsson framkvæmdastjóri tóku við gjöf frá starfsfólki blaðsins, myndinni Töfraljóma eftir Marilyn Herdísi Melk. Haraldur þakkaði fyrir og kvað velgengni blaðsins velta á góðum starfskrafti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar