Lindargata, Hverfisgata, Vatnsstígur og Frakkastígur

Jim Smart

Lindargata, Hverfisgata, Vatnsstígur og Frakkastígur

Kaupa Í körfu

Áform um stúdentaíbúðir og bílastæði á Lindargötureit Íbúar og eigendur lóða og fasteigna á skipulagsreitnum milli Lindargötu, Hverfisgötu, Vatnsstígs og Frakkastígs, sem kenndur er við "gamla Ríkið", eru ósáttir við borgaryfirvöld vegna nýrra tillagna að deiliskipulagi, sem íbúar segja í engu samræmi við hugmyndir um samráð við íbúa. Ennfremur séu skipulagshugmyndir borgaryfirvalda í hrópandi ósamræmi við það mynstur byggðar og útlit húsa sem fyrir er. Flest húsanna á svæðinu eru frá byrjun 20. aldar. Íbúum var tilkynnt um þessi áform með bréfi frá skrifstofu Skipulags- og byggingasviðs, dagsettu tuttugasta október síðastliðinn. MYNDATEXTI: Umræddur reitur á milli Hverfisgötu, Vatnsstígs, Lindargötu og Frakkastígs. Á svæðinu er að finna nokkur mjög reisuleg hús og einnig nokkur í niðurníðslu. Borgin hefur keypt upp nokkur hús á reitnum til niðurrifs.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar