Glerárskóli

Kristján Kristjánsson

Glerárskóli

Kaupa Í körfu

Nemendur og starfsfólk Glerárskóla á Akureyri tóku í vikunni þátt í Norrænni bókasafnsviku, en þema hennar er hafið. Fjallað hefur verið um hafið á ýmsan hátt í vikunni og einn daginn tóku allir sig til og mættu í sjóræningjabúningum í skólann enda var dagurinn kenndur við þennan miður þokkaða þjóðflokk sem sjóræningjar eru. Eftir að hafa spókað sig í búningunum um morguninn söfnuðust allir saman í íþróttasalnum þar sem stigið var á svið og sungin sjóaralög af ýmsu tagi og virtust allir skemmta sér hið besta. Hafið var svo enn og aftur í öndvegi þegar haldið var upp á Dag íslenskrar tungu í skólanum, en þá voru lesin ljóð um hafið og sögur sem tengjast því.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar