UNICEF

Sverrir Vilhelmsson

UNICEF

Kaupa Í körfu

Miðstöð Sameinuðu þjóðanna verður opnuð í nýju húsnæði í Skaftahlíð 24 í Reykjavík á næstunni. Þar munu þrjú félög tengd starfi Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hafa aðsetur. Þau eru Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Landsnefnd UNICEF á Íslandi og UNIFEM á Íslandi, sem eru kvennasamtök SÞ. Á morgun, hinn 20. nóvember, er alþjóðlegur dagur barnsins. Þann dag árið 1989 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar samning um réttindi barna - Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sáttmálinn var staðfestur sem alþjóðalög og fullgiltur af íslenskum stjórnvöldum haustið 1992. MYNDATEXTI: Erla Elín Hansdóttir frá Félagi háskólakvenna, Einar Benediktsson og Stefán Ingi Stefánsson með jólakortin sem seld verða í þágu UNICEF.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar