Hrúteyjarhvísl

Birkir Fanndal

Hrúteyjarhvísl

Kaupa Í körfu

Mývatnssveit | Nú í haust er verið að breikka brú á Hrúteyjarkvísl í Skjálfandafljóti á þjóðvegi 1. Það er brúarvinnuflokkur VR frá Hvammstanga, undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar, sem breikkar brúna og eru þar um tíu menn að störfum, þannig að þetta er allmikil framkvæmd. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á um 60 milljónir króna. Brúin er um 40 metra löng, eftirspennt steypt brú. Nýbyggingin er 4 metra breið en hæð yfir ánni 7-8 metrar. Eftir breikkun verður brúargólfið 8 metra breitt en heildarbreidd 9 metrar. Lokið verður við fyrri áfanga verksins, þar sem er burðarvirkið nú, um miðjan desember. Steyping á slitlagi bíður næsta vors og umferð á tvíbreiðri brú sömuleiðis. Snertispöl frá þessum stað, við Fosshól, er meginbrúin yfir fljótið, einbreið stálbitabrú. Ekki er komið á dagskrá að breikka hana. Vonandi verður það þó innan ekki margra ára. MYNDATEXTI: Talsverð framkvæmd: Starfsmenn Vegagerðarinnar að störfum við breikkun brúar á Hrúteyjarkvísl.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar