Thor Thor - Aldarminning

Sverrir Vilhelmsson

Thor Thor - Aldarminning

Kaupa Í körfu

Aldarminning Thors Thors í Háskóla Íslands í gær Í GÆR voru 100 ár liðin frá fæðingu Thors Thors, fyrsta sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og hjá Sameinuðu þjóðunum. Þessa var minnst með athöfn í hátíðasal Háskóla Íslands þar sem dr. Þór Whitehead flutti fyrirlestur um ævi Thors, en Íslensk-ameríska félagið, Háskóli Íslands og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi stóðu fyrir athöfninni. Sonur Thors, Thor Thors yngri, kom hingað til lands í tilefni af þessum áfanga. Einar Benediktsson sendiherra flutti inngangsorð. MYNDATEXTI: Vel fór á með Thor Thors yngri (t.v.), Ármanni Snævarr, fyrrum rektor HÍ, og Sigurði Helgasyni, fyrrum forstjóra Flugleiða, við athöfnina í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar