Margrét Margeirsdóttir

Þorkell Þorkelsson

Margrét Margeirsdóttir

Kaupa Í körfu

ÁRIÐ er 1955 og 26 ára íslensk námskona í Kaupmannahöfn gengur inn í Illum Bolighus verslunina á Strikinu í hjarta Kaupmannahafnar. Komið er fram í desember og jólastemmningin á Strikinu er óviðjafnanleg, úti er stafalogn og mikil ljósadýrð. Ilmur af greni er í lofti og litlir götukórar syngja jólalög. Þetta er árið sem Halldór Laxness vinnur Nóbelsverðlaunin, Ólafur Thors er forsætisráðherra. Ekki eru nema 11 ár frá stofnun lýðveldisins. Hannes Pétursson skáld gefur út Kvæðabók þetta ár, tímamótaverk í íslenskri bókmenntasögu. Í Ameríku er sjálfur Elvis Presley enn óþekktur, Eisenhower er forseti Bandaríkjanna og Marilyn Monroe á hátindi frægðar sinnar. Og námskonan unga vindur sér inn í Illum á Strikinu og kaupir sína fyrstu jólatrésseríu. Hana grunar ekki að nærri hálfri öld síðar muni hún enn nota blessaða seríuna. Og takið eftir: Á 48 árum hefur aldrei bilað pera. Tvær aukaperur liggja enn ónotaðar í upprunalegum kassa utan um seríuna. MYNDATEXTI: Það ríkir eftirvænting þegar jólaserían er prófuð í desember, en aldrei bregst hún, þrátt fyrir háan aldur," segir Margrét Margeirsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar