Snóflóð á Flateyri

Snóflóð á Flateyri

Kaupa Í körfu

HUNDURINN Gormur fannst í húsarústum á snjóflóðasvæðinu á Flateyri síðdegis á laugardaginn eftir að hafa verið þar grafinn frá því snjóflóðið féll þar aðfaranótt fimmtudagsins, eða í um 58 klukkustundir. Gormur leitaði ákaft húsbónda síns eftir að honum var bjargað, en hann fórst í snjóflóðinu. Á myndinni er Anton Magnússon sem fann Gorm að koma með hann í stjórnstöð björgunarsveitarmanna, en við hlið hans er Jón Páll Ásgeirsson, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni. Fleiri heimilisdýr lifðu snjóflóðið af, því auk Gorms fannst í húsarústunum annar hundur, köttur, páfagaukur og gullfiskur í skál. ( Flateyri snjóflóð Hundurinn Gormur fannsT í húsarústum á snjóflóðasvæðinu eftir 58 tíma ( filma úr safni fyrst birt 19951031 Mappa Náttúruhamfarir 1 síða 34 röð 2-5 mynd 4 )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar