Steypuvinna í Kollgrafarfirði

Gunnar Kristjánsson

Steypuvinna í Kollgrafarfirði

Kaupa Í körfu

Hafin er vinna við steypu á tveimur þriðju hlutum brúar á nýju vegstæði um Kolgrafarfjörð á norðanverðu Snæfellsnesi. Brúin er um 230 metra löng og verður steypt í tveimur hlutum. Um 20 manns vinna við steypuframkvæmdirnar á brúnni en sjö steypubílar eru í förum með steypuna. Eykt ehf. annast brúarsmíðina en Almenna umhverfisþjónustan ehf. á Grundarfirði á og rekur steypustöðina. Til þess að anna svo mikilli steypuþörf var færanleg steypustöð reist við hlið þeirrar sem til þessa hefur þjónað Grundfirðingum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar