Vetrarþoka

Þorkell Þorkelsson

Vetrarþoka

Kaupa Í körfu

Hrímþokan lá yfir öllu og myndaði sérkennilega stemmningu í vetrarstillunum við Öskjuhlíð í gær. Víða var hálka og hiti rétt undir frostmarki. Í dag er spáð norðlægri átt og éljum, einkum norðan- og austanlands. Með deginum mun fara kólnandi og víða má búast við fimm til tíu stiga frosti síðdegis. Annað kvöld er spáð suðaustan kalda og dálítilli snjókomu vestantil, að því er segir á heimasíðu Veðurstofunnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar