Lamb í sjálfheldu

Kári Jónsson

Lamb í sjálfheldu

Kaupa Í körfu

MIKIÐ fannfergi er nú á Laugarvatni eftir linnulausa snjókomu síðasta sólarhringinn, er nú víða klofdjúpur snjór og færð afar þung. Björgunarsveitin Ingunn hefur haft í mörg horn að líta við að aðstoða fólk í ófærðinni. Um hádegisbil í gær björguðu þeir lambi sem sat fast í snjónum langt uppi í Laugardalsfjalli ofan Laugarvatns. Gengu menn á hljóðið frá lambinu þar sem það var í fönninni. Nokkuð er um að fé hafi ekki skilað sér af fjalli í haust enda tíð verið einmunagóð og snjólétt þar til nú. Færðin var svo þung að ekki var fært á vélsleðum svo fara varð eftir lambinu fótgangandi. Á myndinni má sjá Kjartan Lárusson, Jóhann Gunnar Friðgeirsson og Hafþór Guðmundsson á heimleið með lambið í kafsnjó.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar