Norðurorka

Skapti Hallgrímsson

Norðurorka

Kaupa Í körfu

Norðurorka hefur tekið í notkun mannvirki á Hjalteyri og aðveituæð til Akureyrar NORÐURORKA tók í gær í notkun mannvirki sín við Hjalteyri ásamt aðveituæð þaðan og til Akureyrar. Franz Árnason forstjóri Norðurorku sagði að virkjun borholu á Hjalteyri, bygging dælustöðvar og skilju við borholuna hefðu verið stærstu verkefni fyrirtækisins á þessu ári. Stærsta einstaka verkefnið var lagning 19 kílómetra langrar og 300 mm víðrar aðveituæðar frá borholunni norðan Hjalteyrar og að Hlíðarbraut á Akureyri, en verktakinn, GV gröfur, skilaði verkinu nú nýlega og á undan áætlun. Samhliða lagningu pípunnar var lagður rafstrengur til að knýja dælurnar og ljósleiðari til að flytja merki vegna stjórnkerfis. MYNDATEXTI: Sett í gang: Bjarni Jónasson stjórnarformaður Norðurorku og Hjördís Sigursteinsdóttir oddviti Arnarneshrepps taka mannvirkið formlega í notkun síðdegis í gær. Til hægri er Franz Árnason forstjóri Norðurorku.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar