Jakob Bjarnason

Ásdís Ásgeirsdóttir

Jakob Bjarnason

Kaupa Í körfu

Jakob Bjarnason er maður sem nýtur trausts enda hefur hann komið víða við í viðskiptalífinu og er vel tengdur, eins og sagt er. Hann er sérfræðingur í útlánavandamálum og úrlausn erfiðra mála. Lykilstörf hans fyrir Landsbankann m.a. við uppgjör Sambandsins í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar og seta í stjórnum fjölda fyrirtækja, bæði fyrir Landsbankann og aðra, hefur fært honum mikla reynslu og yfirsýn. Aðspurður segist Jakob vissulega njóta trausts hjá ákveðnum aðilum, en óvildarmenn hafi hann eflaust einnig eignast, enda þurfi stundum að taka fast á málum þar sem miklir hagsmunir eru í húfi, eins og til dæmis hjá Landsbankanum þegar Sambandið riðaði til falls og bankinn var stærsti lánadrottinn félagsins. MYNDATEXTI: Vinnuþjarkur Jakob Bjarnason nýtur trausts í viðskiptalífinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar