Rakarastofan Dalbraut

Rakarastofan Dalbraut

Kaupa Í körfu

Hársnyrtistofan við Dalbraut hefur fengið andlitslyftingu, ef svo má að orði komast. Gamla innréttingin, frá árinu 1981, er horfin og ný komin í staðinn, "í takt við nýja tíma," eins og starfsfólkið orðaði það. Upphafið má rekja til ársins 1962 þegar Rakarastofan að Dalbraut 1 hóf starfsemi og árið 1981 var starfsemin flutt í húsnæði við Dalbraut, þar sem Iðnaðarbankinn hafði áður verið til húsa. Stofan hét í fyrstu Rakarastofan við Dalbraut en árið 1993 var nafninu breytt í Hársnyrtistofan og þar starfa nú sex hárskerar: Einar Magnússon, Ástvaldur Guðmundsson, Jóhannes Elíasson, Jökull Þór Ægisson, Snjólaug Kjartansdóttir og Gunnhildur Einarsdóttir MYNDATEXTI:

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar