Sauðfé á Sólheimajökli

Jónas Erlendsson

Sauðfé á Sólheimajökli

Kaupa Í körfu

Bóndin á Ytri-Sólheimum, Einar Guðni Þorsteinsson, rak 35 fullorðnar kindur vestur yfir Sólheimajökul að beitilandinu Hvítmögu í gær. 30 ár eru liðin frá því síðast var farið með fé yfir jökul og segir Einar að þessi siður hafi lagst af vegna breytinga á jöklinum. Í vor gekk Einar á jökulinn og sá að leiðin var aftur orðin fær og ákvað þá að nýta þessa fornu bithaga á ný. Ferðin tók rúma klukkustund og gekk hún vel að sögn Einars. "Ég smalaði þarna sem strákur og man vel hvað föður mínum þótti gaman að fara þarna inn fyrir, enda fegurðin engri lík."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar