Tískusýning Melaskóla

Sverrir Vilhelmsson

Tískusýning Melaskóla

Kaupa Í körfu

Þetta var rosalega skemmtileg uppákoma. Sjöundu bekkingar tóku fyrir árin 1946 til 1956 og aðalþemað var braggalífið. Hluti af þeirri söguskoðun voru fötin. Stelpurnar kíktu í fataskápana hjá mömmum og ömmum og var sérstaklega um auðugan garð að gresja í ömmuskápunum. Þar var af nógu að taka. Stelpurnar sýndu kjóla frá sjötta áratugnum með pomp og prakt og reyndust allir kjólarnir hinir glæsilegustu," segir Ólöf Halldóra Þórarinsdóttir, kennari í sjöunda bekk Melaskóla, en hún hafði umsjón með frumlegri tískusýningu 12 ára stúlkna í Melaskóla í tengslum við sextíu ára afmælishátíð skólans sl. fimmtudag. MYNDATEXTI Edda Lárusdóttir í léttri tískusýningasveiflu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar