Bók um skipstjórnarmenn

Bók um skipstjórnarmenn

Kaupa Í körfu

RITVERKIÐ Skipstjórnarmenn, fyrsta bindi af sex, er nú komið út hjá útgáfufyrirtækinu Kátir voru karlar ehf. í samantekt Þorsteins Jónssonar. Hefur sjávarútvegsráðherra, Einari Kristni Guðfinnssyni, verið fært fyrsta eintak verksins. Ritverkið er safn rúmlega sjö þúsund æviþátta um íslenska skipstjórnarmenn frá því Íslendingar hófu að gera út þilskip með íslenskum skipstjórum, allt frá þeim Páli í Selárdal og Eyvindi duggusmiði til þeirra sem lokið hafa skipstjórnarprófi á árinu 2006. Frá stýrimannaskólunum í Reykjavík, Vestmannaeyjum og á Dalvík hafa rúmlega sex þúsund skipstjórnarmenn lokið prófi. MYNDATEXTI: Bækur - Höfundurinn Þorsteinn Jónsson og sjávarútvegsráðherrann Einar K. Guðfinnsson eru ánægður með bókina Skipstjórnarmenn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar