Hrókurinn á leið til Grænlands

Hrókurinn á leið til Grænlands

Kaupa Í körfu

Hrafn Jökulsson, forseti skákfélagsins Hróksins, fylgdi þremur erindrekum Hróksins úr hlaði er þeir héldu til Grænlands fyrir helgi til að kynna skáklistina fyrir íbúum Ittoqqortoormiit á austurhluta Grænlands. Þetta er fyrsta ferð Hróksins til Scoresbysunds en skákfélagið hefur haldið uppi reglubundnum ferðum til annars bæjar á þessum slóðum, Ammassalik. Ferðalangarnir, Ólafur Guðmundsson og Arnar Valgeirsson, halda á taflborði á myndinni, Íris Ragnarsdóttir er þeim á vinstri hönd en þremenningarnir munu dvelja eina viku á Grænlandi, kenna börnum í skólunum í Ittoqqortoormiit skák og gefa þeim skáksett svo að allir ættu að kunna að tefla er þau halda heim.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar