Aurskriða á Sauðárkróki

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Aurskriða á Sauðárkróki

Kaupa Í körfu

ÓHÆTT er að segja að íbúðarhúsið Lindargata 17 hafi grafist í aur þegar aurflóð steyptist niður Nafirnar á Sauðárkróki í gærmorgun. Flóðið hafnaði á sjö íbúðarhúsum og tveimur bifreiðum en þrátt fyrir mikið eignatjón þykir mildi að ekki hafi farið verr. "Ef þetta hefði gerst að nóttu til veit enginn hvað hefði getað gerst," sagði Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, sem fylgdist með hreinsunaraðgerðum í gærdag. Snarræði starfsmanna RARIK réð því að ekki fór verr en aðeins liðu á milli fimmtán og tuttugu mínútur frá því að lekans varð vart þar til lokað var fyrir vatnsrennslið. Tryggvi telur hugsanlegt að þrýstijöfnunarloki hafi ekki virkað sem skyldi en skyndileg hindrun í vatnsrásinni olli þrýstihöggi sem beinlínis sprengdi pípuna. Þrátt fyrir að miklu hafi verið áorkað í hreinsunaraðgerðum í gærdag er þó ljóst að mikið verk er enn óunnið MYNDATEXTI Upp undir þak Talið er að um 2.000 rúmm af vatni og aur hafi fallið og flóðið hafi verið allt að fimm metra djúpt. Best sést hversu mikið það var þegar staðið er í bakgarðinum á Lindargötu 17.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar