Aurskriða á Sauðárkróki

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Aurskriða á Sauðárkróki

Kaupa Í körfu

MIKIL mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar röð atvika varð til þess að aurflóð féll ofan við Lindargötu á Sauðárkróki í gærmorgun. Talið er að um tvö þúsund rúmmetrar af vatni og aur hafi steypst niður Nafirnar svonefndu, hafnað á sjö íbúðarhúsum og tveimur bifreiðum. Hreinsunarstarf stóð yfir í allan gærdag en mikið verk er óunnið og erfitt að gera sér í hugarlund hversu mikið tjónið er – það hleypur þó á tugum milljóna króna. MYNDATEXTI Litlu bjargað Einna mest vatnsmagn flæddi inn í kjallara Villa Nova og unnið var að því allan daginn að dæla því burt. Eins og sést á myndinni var ekki margt heillegt sem borið var þaðan út, en þar voru m.a. sjónvörp.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar