Aurskriða á Sauðárkróki

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Aurskriða á Sauðárkróki

Kaupa Í körfu

MIKIL mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar röð atvika varð til þess að aurflóð féll ofan við Lindargötu á Sauðárkróki í gærmorgun. Talið er að um tvö þúsund rúmmetrar af vatni og aur hafi steypst niður Nafirnar svonefndu, hafnað á sjö íbúðarhúsum og tveimur bifreiðum. Hreinsunarstarf stóð yfir í allan gærdag en mikið verk er óunnið og erfitt að gera sér í hugarlund hversu mikið tjónið er – það hleypur þó á tugum milljóna króna. MYNDATEXTI Fullur af vatni Allt að þrjátíu þúsund lítrum var dælt upp úr kjöllurum húsa við Lindargötu og allir sem gátu vettlingi valdið hjálpuðu til.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar