Elfa Rún

Skapti Hallgrímsson

Elfa Rún

Kaupa Í körfu

ELFA Rún Kristinsdóttir leikur einleik í fiðlukonsert Dvoráks með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á tónleikum í Glerárkirkju á morgun, skírdag. Elfa Rún hlaut titilinn bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum 2006 og var tilnefnd flytjandi ársins á sömu hátíð í gær. Stjórnandi á tónleikunum er Guðmundur Óli Gunnarsson. Þetta er skemmtilegur konsert og ótrúlega fallegur, sagði Elfa Rún í samtali við Morgunblaðið eftir æfingu hljómsveitarinnar í gær. MYNDATEXTI Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, og einleikarinn Elfa Rún Kristinsdóttir á æfingu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar