Afmælistónleikar - Atli Heimir Sveinsson

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Afmælistónleikar - Atli Heimir Sveinsson

Kaupa Í körfu

EITT magnaðasta verk íslenskra tónbókmennta er flautukonsert Atla Heimis Sveinssonar. Ég heyrði hann fyrst árið 1977 eða 1978 og varð yfir mig heillaður af dulúðinni sem sveipaði tónlistina. Það var eitthvað ótrúlega fallegt við andstæðurnar í verkinu. Frá ofsafengnum barsmíðum slagverksleikara yfir í einmanalegt ákall einleiksflautu við seiðandi hljóm Hammondorgels. Tunglskinssónötulegur hörpuleikur sem var skreyttur allskonar stefbrotum frá ólíkum hljóðfærahópum var svo fagur að ég féll í stafi. MYNDATEXTI Mergjuð upplifun Atli Heimir með blómvönd að tónleikunum á fimmtudagskvöldið loknum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar