ICESAVE samkomulagið kynnt á blaðamannafundi

ICESAVE samkomulagið kynnt á blaðamannafundi

Kaupa Í körfu

FJÁRMÁLARÁÐHERRA undirritar sérstakan samþykktar- og viðaukasamning Íslendinga, Breta og Hollendinga vegna Icesave-samkomulagsins í dag auk þess sem frumvarp um ríkisábyrgðina verður lagt fyrir Alþingi. Í framhaldinu leggja fjármálaráðherrar landanna þriggja fram sameiginlega yfirlýsingu um málið. Þetta kom fram á blaðamannafundi Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra í gær. Jóhanna sagðist búast við því að með þessu gengi endurskoðun AGS á efnahagsáætlun Íslands hratt fyrir sig, enda væri hnykkt á mikilvægi þess í yfirlýsingu landanna þriggja. MYNDATEXTI Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur, Steingrímur J. Sigfússon, Jóhanna Sigurðardóttir og Páll Þórhallsson lögfræðingur

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar