Handboltaskóli Greifans

Skapti Hallgrímsson

Handboltaskóli Greifans

Kaupa Í körfu

Vonandi verður um árlegan viðburð að ræða, jafnvel fyrir alla aldurshópa. Hefði yngstu aldursflokkunum verið boðin skólavist nú hefðu eflaust tvöfalt fleiri krakkar mætt. Nokkrir „strákanna okkar“ í landsliðinu komu í heimsókn á föstudeginum; Guðjón Valur Sigurðsson, Björgvin Páll Gústavsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Oddur Gretarsson. Þá tóku Heimir Örn Árnason, fyrirliði Akureyrar, Stefán Guðnason og Jóhann G. Jóhannsson, fv. fyrirliði KA, þátt í kennslunni. Landsliðskapparnir komu ekki einungis til bæjarins til kennslustarfa, heldur var skólinn einmitt starfræktur vegna þess að þeir voru hér staddir. Þeir komu til að vera við brúðkaup landsliðsfélagans Arnórs Atlasonar og Guðrúnar Jónu Guðmundsdóttur. Fleiri „strákar“ voru í brúðkaupinu en komu ekki til bæjarins fyrr en á laugardeginum. MYNDATEXTI Björgvin Páll Gústafsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, gefur ungum handboltamönnum eiginhandaráritun í Greifa-skólanum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar