Katrín Sigríður Steingrímsdóttir

KRISTINN INGVARSSON

Katrín Sigríður Steingrímsdóttir

Kaupa Í körfu

Katrín Sigríður Steingrímsdóttir menntaskólanemi Ég kann best að meta bækur sem gerast í heimum sem eru ekki okkar heimar, sem fjalla á einn eða annan hátt um yfirnáttúruleg öfl og ævintýraverur og hluti sem gætu aldrei gerst í okkar tilveru. En ég les samt mjög mikið af alls kyns bókum, ekki bara fantasíubókum, en þær eru samt óumdeilanlega uppáhaldstegundin mín af bókmenntum. Þær bækur sem skara þar mest fram úr eru Hringadróttinssaga eftir J.R.R. Tolkien og Harry Potter eftir J.K. Rowling. Ég get lesið þær aftur og aftur og ég er eiginlega búin að missa töluna á því hvað ég er búin að lesa Hringadróttinssögu oft. Aðrar góðar ævintýrabækur sem eru í uppáhaldi hjá mér eru til að mynda The Ink Trilogy eftir Corneliu Funke. Fyrsta bókin hefur verið þýdd á íslensku og heitir hún Blekhjarta, eða Inkheart á frummálinu, en hinar tvær hafa ekki verið þýddar en ég las þær á ensku. Þessar bækur þykja mér mjög vanmetnar og gæti verið að vond bíómynd sem gerð var eftir fyrstu bókinni hafi spillt fyrir, því bækurnar eru frábærar. Svo þykir mér Myrkraefnaþríleikurinn eftir Philip Pullman vera frábær. Það sem mér finnst frábært við ævintýrabækur er að þær geta endalaust komið manni óvart, þær eru ófyrirsjáanlegar þar sem þær heyra ekki undir lögmál okkar heims og leyfa manni að gleyma þeim heimi sem maður tilheyrir um stund.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar