Kristianstad Kristianstad - Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari

Kristianstad Kristianstad - Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari

Kaupa Í körfu

Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari. „Ég held svei mér þá að þetta hafi verið besta tímabilið til þessa. Við settum okkur ýmis markmið og náð- um þeim öllum, og ég get ekki annað en verið mjög ánægð,“ sagði El- ísabet Gunnarsdóttir, þjálfari kvennaliðs Kristianstad í sænsku úr- valsdeildinni í knattspyrnu. Sjötta tímabili hennar með liðið er nýlokið og Kristianstad hafnaði í 5. sæti auk þess að komast í bikarúrslitaleikinn þar sem liðið tapaði fyrir Linköping. Elísabet samdi í vikunni til þriggja ára í viðbót við Kristianstad. Það var í raun aldrei spurning í hennar huga, ekki fyrr en að tilboð tóku að berast úr óvæntri átt. „Ég var búin að ákveða að vera hérna áfram enda búin að vinna hörðum höndum hérna síðustu ár, og fá mikið af góðu fólki með mér í ýmis verkefni sem ég tel að munu án efa koma félaginu af alvöru á kortið inn- an 2-3 ára. Í miðjum þessum pæl- ingum þá komu svolítið óvæntar spurningar inn á borð til mín, að- allega frá knattspyrnufélögum í karlaboltanum. Það var eitthvað sem ég átti ekkert von á en ég fann að það kviknaði mikill áhugi fyrir því. Ég ákvað að rannsaka þessa mögu- leika, ekki síst til að vita af þeim á seinni stigum, og þá er ágætt að hafa rætt við þessa aðila og vita hvað þeir séu að hugsa,“ sagði Elísabet

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar