Framkvæmdir hafnar við lóð við Tryggvagötu

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Framkvæmdir hafnar við lóð við Tryggvagötu

Kaupa Í körfu

Framkvæmdir eru að hefjast við nýtt fjölbýlishús í Tryggvagötu 13 í Reykjavík og er áformað að þeim verði lokið eftir um það bil ár. Húsið mun rísa á lóð við hlið Borgarbókasafnsins og verð- ur safnið stækkað til vesturs samhliða þessari uppbyggingu. Þær upplýsingar fengust hjá Reykjavíkurborg að þessi uppbygging mundi fara fram samhliða. Þrívíddarmynd af húsinu er birt hér fyrir ofan í fyrsta skipti opinberlega. Hildigunnur Haraldsdóttir, arkitekt hjá arkitektastofunni Húsi og skipulagi og einn eigenda lóðarinnar, er meðal hönnuða. Hún segir að allt að 40 íbúðir verði í húsinu. Á 2. til 5. hæð verði allt að níu íbúðir á hverri hæð og á inndreginni 6. hæð fjórar íbúðir

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar