Gyrðir Elíasson

Einar Falur Ingólfsson

Gyrðir Elíasson

Kaupa Í körfu

Þetta skáld flýr ekki örlög sín, er óskilgetið barn orðanna og getur hvorki komið né farið úr heimi þeirra. Það sama í raun segja um Ko Un sjálfan eins og þýðandi ljóðanna, skáldið Gyrðir Elíasson, gerir grein fyrir í forvitnilegum formála. Ko Un, sem fæddur er árið 1933, er eitt umtalaðasta ljóðskáld samtímans og hefur ítrekað verið orðaður við Nóbelsverðlaunin. „Þegar litið er yfir æviverk Ko Un setur mann næstum hljóðan gagnvart afköstum hans,“ skrifar Gyrðir. „Bækur hans eru orðnar ná- lægt 150 að tölu. Fyrst og fremst ljóð, en einnig ritgerðir, ferðabækur, smásögur og skáldsögur. Og hann er enn að. Fljótt á litið komast varla nokkur nútímaskáld í samanjöfnuð við hann að þessu leyti …“ Gyrðir er sjálfur æði afkastamikill í glímunni við orðin en útgáfa hans í ár er helguð ljóðaþýðingum; Sorgin í fyrstu persónu er rúmar 200 blaðsíður af ljóðum Ko Un, auk formálans, og fyrr á árinu kom út æði viðamikið safn nýrra ljóðaþýð- inga hans, Birtan yfir ánni. Á nær 400 síðum eru ljóð eftir 53 skáld, allt frá kínverskri fornöld til bandarískra nútímaskálda, og gerir Gyrð- ir grein fyrir þeim öllum í bókarlok. Hefur hann þýtt mismörg ljóð skáldanna, aðeins eitt eftir sum en mörg eftir önnur, þar á meðal eftir Kazuko Shiraishi, Jules Supervielle, Tarjei Vesaas, Hans Börli, Oktay Rifat, Dan Pagis, Jane Kenyon og James Schuyler.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar