Ragnhildur og Böðvar

Ragnhildur og Böðvar

Kaupa Í körfu

„Ég hef allan tímann litið á þetta sem verkefni. Svo sannarlega ekki verkefni sem ég vildi fá, en verkefni sem maður verður bara að leysa,“ segir Ragnhildur Lind Borgarsdóttir, sem fyrir skömmu gerðist líffæragjafi fyrir son sinn. Sonur Ragnhildar, Böðvar eða Böddi eins og hann er oft kallaður, verður sex ára í haust og þurfti skyndilega á nýra að halda eftir óvænt veikindi fyrr á árinu. Böddi litli byrjaði að fá uppköst og höfuðverk síðastliðið haust. Móðir hans hélt í fyrstu að það væri tengt einhverju ofnæmi eða að um mígreni væri að ræða. Þegar einkennin fóru að aukast í byrjun febrúar fór hún með drenginn á bráðamóttöku Barnaspítalans. Þar kom í ljós að blóðþrýstingur hans var óvenju hár og þá fór lækna að gruna að eitthvað væri að nýrum Böðvars. Það var staðfest og fljótlega kom í ljós að hann þurfti á nýju nýra að halda. Ekki er sjálfgefið að foreldrar geti verið líffæragjafar fyrir börnin sín og foreldrar Bödda fóru í umfangsmiklar rannsóknir í von um að annað hvort þeirra gæti gefið honum nýra. „Þetta voru rosalega stór og mikil og flókin próf og tóku rosalega langan tíma,“ segir Ragnhildur. 5. júní var svo hægra nýra hennar komið fyrir í kviðarholi Böðvars. Bæði nýrnaþega og nýrnagjafa heilsast nú vel.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar