Guðlaugur Jónsson, hárgreiðslumeistari

Jim Smart

Guðlaugur Jónsson, hárgreiðslumeistari

Kaupa Í körfu

Hárskurðarstofa í heila öld Laugardaginn 19. maí árið 1901 birtist eftirfarandi auglýsing á forsíðu Ísafoldar: "Íslenskur hárskerari Árni Nikulásson rakar og klippir heima hjá sér í Pósthússtræti nr. 14 kl. 2-4 síðd. á miðvikudögum og laugardögum, eftir kl. 7 síðd. á hverjum degi og ávalt (sic) á sunnudögum." Nú, réttum hundrað árum síðar, heldur Guðlaugur Jónsson hárgreiðslumeistari uppi merkjum stofnandans í sama húsi, þótt Pósthússtræti 14 hafi að vísu breyst í Kirkjutorg 6 í millitíðinni, og hann klippi hvorki á kvöldin né á sunnudögum. MYNDATEXTI: Innréttingarnar á hárstofu Gulla hafa verið á sínum stað frá 1919. Gulli og Ásta komu síðar til sögunnar. Ljósmyndir af fyrri eigendum hanga fyrir ofan speglana.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar