Vísindaráðstefna lækna tannlækna og lyfjafræðinga

Jim Smart

Vísindaráðstefna lækna tannlækna og lyfjafræðinga

Kaupa Í körfu

BRJÓSTAKRABBAMEIN er 50% algengara hjá flugfreyjum en hjá öðrum konum á Íslandi. Þá eru flugfreyjur þrisvar sinnum líklegri til að greinast með húðkrabbamein en aðrar konur og flugmenn eru tíu sinnum líklegri en aðrir íslenskir karlmenn til að fá slíkt krabbamein. Talið er líklegt að ástæðan geti verið geimgeislun, en hún er mikil við norður- og suðurhvel jarðar. Vilhjálmur Rafnsson, prófessor í faraldsfræði við Háskóla Íslands, fjallar um rannsóknir sínar á Vísindaráðstefnu skólans í dag, þar sem rannsóknir í læknadeild, tannlæknadeild og lyfjafræðideild eru kynntar. Hann hefur gert rannsóknir á nýgengi brjóstakrabbameins hjá flugfreyjum og nýgengi húðkrabbameins hjá flugfreyjum og flugmönnum. Myndatexti: Vísindaráðstefna Háskóla Íslands um rannsóknir í lækna-, tannlækna- og lyfjafræðideild er nú haldin í ellefta sinn. Alls verða 95 erindi haldin á ráðstefnunni og eru 173 rannsóknir kynntar á veggspjöldum. Jórunn E. Eyfjörð, formaður vísindasiðanefndar, sem sér um framkvæmd ráðstefnunnar, segir að um 300 manns sæki ráðstefnuna að þessu sinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar