Hönnunarnámskeið Háskólinn í Reykjavík

Hönnunarnámskeið Háskólinn í Reykjavík

Kaupa Í körfu

ÞAÐ er staðreynd að ungar konur raka sig að neðan og við vissum það. Hugmyndin var að auðvelda þeim kantskurðinn með svona skapalónum og líka að ýta undir notkun ímyndunaraflsins," segir Þorgerður Arna Einarsdóttir, nemandi við Háskólann í Reykjavík. Merki vörunnar er Uturn en íslenska nafnið kom fyrst: Skapalón. Um er að ræða öskju sem inniheldur u-laga rakvél með blaði af óvenjulegri stærð, þ.e. minna en 1 cm í þvermál. Þessi stærð gerir konum kleift að raka á sig mynstur með þar til gerðum stenslum eða skapalónum úr svampi sem einnig eru í öskjunni. Ásamt Þorgerði eru í hópnum Heiðrún Grétarsdóttir, samnemandi hennar í HR, og Giulia Bisagni, Ragnheiður Tryggvadóttir og Þormar Melsteð frá Listaháskóla Íslands myndatexti: enginn Hönnunarsamkeppni Háskólinn í Reykjavík og Listaháskóli Íslands stóðu að sameiginlegri hönnunarkeppni

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar