Hönnunarnámskeið Háskólinn í Reykjavík Listaháskólinn

Hönnunarnámskeið Háskólinn í Reykjavík Listaháskólinn

Kaupa Í körfu

VIÐ vildum fjalla um gæludýr," segir Brynhildur Pálsdóttir, nemi við Listaháskóla Íslands. Hún á sjálf hund en hinir í hópnum eru ekki gæludýraeigendur. Ólafur Ólason er líka nemi við LHÍ en Elín Auður Traustadóttir og Lilja Gunnarsdóttir eru í HR. "Við vildum hafa húmor í þessu og taka þetta einu skrefi lengra en sú vara sem er á markaðnum," segir Elín Auður. Varan heitir "Royal Dinner" og yfirskriftin er "King for a day". Um er að ræða tvenns konar hundamat, léttan og þyngri og mynd af mismunandi hundategundum á pökkunum fyrir annaðhvort "Albert" eða "Sophiu". Þríréttuð máltíð er í hvorum pakka: Forréttur, aðalréttur og kaka. Nákvæmar leiðbeiningar eru á pakkanum og fyrsta skrefið er að baka kökuna sem er þá tilbúin þegar hundurinn hefur lokið tveimur fyrstu réttunum. enginn myndatexti

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar