Bingó

Bingó

Kaupa Í körfu

SUNNUDAGSKVÖLD og reykmettaður salurinn er þéttsetinn. Í hliðarsal, sem er reyklaus, er líka fullt af fólki. Hvaðan kemur allt þetta fólk og hvað dregur það hingað á þennan stað? BINGÓ, það er málið. Bingó hefur um langt árabil notið stöðugra vinsælda víða um heim og virðist ekkert lát á, þrátt fyrir breyttan lífsstíl og nánast óþrjótandi möguleika á hvers konar afþreyingu. Í stórborgum erlendis má víða sjá blikkandi ljósaskilti þar sem fólk er hvatt til að líta inn og freista gæfunnar í bingó. Hér á landi hefur Stórstúka Íslands staðið fyrir bingó síðan árið 1982 og frá árinu 1990 hefur starfsemin farið fram í Vinabæ, þar sem áður var Tónabíó. Greinarhöfundur er einmitt þangað kominn til að fylgjast með og vitaskuld freista gæfunnar í leiðinni. Fólkið er á öllum aldri og raunar kemur á óvart hversu margt ungt fólk er þarna. Gamla þjóðsagan um að bingó sé bara fyrir eldri konur á greinilega ekki við rök að styðjast. myndatexti: Fyrir byrjendur er ágætt að byrja með tvö spjöld. Nonni spilar hins vegar á þremur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar