Geðhjálp og Fjölmennt

Geðhjálp og Fjölmennt

Kaupa Í körfu

"ÞETTA er stór dagur, því vissum áfanga er náð í kennslu og menntun á Íslandi," sagði Helgi Jósefsson, verkefnisstjóri Fjölmenntar, á formlegri opnun menntaverkefnisins fyrir geðsjúka í húsi Geðhjálpar í gær. "Með þessu hefur ákveðið skref verið tekið í þá átt að mennta fólk sem hefur ekki átt um marga kosti að velja. Opna nýjar gáttir svo að fólk sjái sjálft að það sé mikilvægt og hafi sitthvað til brunns að bera." Fjölmennt, áður Fullorðinsfræðsla fatlaðra, er sjálfseignarstofnun sem rekin er af Örorkubandalagi Íslands og Þroskahjálp samkvæmt þjónustusamningi við menntamálaráðuneytið. Nú hafa geðfatlaðir bæst í hóp þeirra sem sótt geta sér menntun til Fjölmenntar. Um er að ræða tilraunaverkefni í samvinnu við Geðhjálp og verður aðstaða til kennslu í húsi Geðhjálpar að Túngötu myndatexti: Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra hrinti starfi Fjölmenntar og Geðhjálpar formlega úr vör. Á miðri mynd er Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, en hann færði verkefninu rausnarlega gjöf frá fyrirtækinu. í Geðverndarhúsinu í Túngötu

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar