Heiðnugrautur - Syðri-Flói Mývatns

Birkir Fanndal Haraldsson

Heiðnugrautur - Syðri-Flói Mývatns

Kaupa Í körfu

SYÐRI-Flói Mývatns braut af sé meginísinn í hitastormi mánudagsins og má segja að Mývatn sé nú íslaust því Ytri-Flói losaði sig við ísinn á föstudaginn var. Er nú aðeins hrafl við strendur og í víkum þangað sem vindurinn hefur hrakið hroðanna. Á myndinni sést vel "heiðnaður" ís þar sem hann hefur hrakist undan stormi upp í grýtta fjöru á Neslandatanga. Það segja gamlir menn að ísinn "heiðni" þegar sól og hiti vinna á honum. Frostið fer úr honum og eðlið breytist. Verður þá að "heiðnugraut" með hálf sundurlausum kólfum sem enginn getur treyst. ENGINN MYNDATEXTI.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar