Sumardagurinn fyrsti - Garðyrkjuskólinn

Margret Ísaksdóttir

Sumardagurinn fyrsti - Garðyrkjuskólinn

Kaupa Í körfu

Líkt og undanfarin ár voru nemendur og starfsfólk Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi með opið hús á sumardaginn fyrsta. Það er orðin hefð hjá mörgum að koma við og sjá hvað er að gerast í skólanum og er talið að um átta þúsund manns hafi lagt leið sína í skólann í ár. Að venju var mikið um dýrðir og fengu gestir vorið "beint í æð", því alls staðar voru blóm og fallegar skreytingar eftir nemendur. Einnig kynntu allmörg fyrirtæki starfsemi sína. Dagskráin var fjölbreytt, flutt voru fræðsluerindi, kynnt var námskeiðið "Lesið í skóginn - tálgað í tré" sem er samvinnuverkefni skólans og Skógræktar ríkisins. Að ógleymdu barnahorninu þar sem krakkarnir gátu útbúið sínar blómaskreytingar, fengið andlitsmálun og flogið flugdrekum á útisvæðinu. MYNDATEXTI: Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra skrifar undir samninginn með gullpenna, samningurinn er þá líklega gulls ígildi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar