Jón Kristjánsson á Húsavík

Hafþór Hreiðarsson

Jón Kristjánsson á Húsavík

Kaupa Í körfu

JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, heimsótti Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á dögunum og tilefnið var afar ánægjulegt, að sögn Friðfinns Hermannssonar, framkvæmdastjóra stofnunarinnar. Ráðherra staðfesti með bréfi stefnumótandi áætlun HÞ um helstu verkefni og áherslur til næstu þriggja ára. Áætlunin er gerð í samræmi við samkomulag heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti-sins og HÞ um árangursstjórnun. MYNDATEXTI: Jón Kristjánsson ásamt Dagbjörtu Þyri Þorvarðardóttur hjúkrunarforstjóra og Friðfinni Hermannssyni, framkvæmdastjóra HÞ. (Góðan daginn, sendi hér mynd með frétt sem fór á frett@mbl.is á myndinni er Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra ásamt Dagbjörtu Þyri Þorvarðardóttur og Friðfinni Hermannssyni. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson Sendandi Hafþór Hreiðarsson 4642030 Blaðamaður frett@mbl.is/Guðrún Kv. Hafþór )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar