Bingó

Fjölskyldugleði á mbl.is

Leikreglur

Hvað þarftu að vita til að taka þátt?

1. Þátttaka verður takmörkuð og því nauðsynlegt að hafa snör handtök.
2. Til að vera með verður þú að horfa á beina útsendingu á mbl.is.
3. Þátttaka kostar ekkert. Þú skráir þig einfaldlega hér á síðunni með því að velja valhnappinn taka þátt hér neðst á síðunni.
4. Spilaðar eru fimm lotur í hverjum þætti. Hver lota hefur fimm spurningar.
5. Hver lota hefur ákveðið þema. Þemun geta verið af ýmsum toga, t.d. menning og list, dægurmál, tónlist, íþróttir og fréttir líðandi stundar.
6. Þegar leikmaður er skráður inn kemur upp biðsvæði með svarhnapp neðst á skjánum. Leikmaður styður á hnappinn þegar þáttastjórnendur hafa borið upp spurningu og sagt að nú geti þátttakandinn svarað.
7. Spilað er upp á hvaða leikmaður er sneggstur að svara réttast og hraðast.
8. Tíu efstu leikmenn í hverri lotu fá vinning og einn leikmaður fær vinning fyrir að vera efstur fyrir allar fimm loturnar.
9. Leikmaður getur séð hvernig honum gekk á slóðinni mbl.is/ertuviss eftir að útsendingu þáttarins lýkur.
10. Fyrir bestu upplifun mælum við með að þátttakendur horfi á útsendinguna í einu tæki og spili í öðru.

Spurt og svarað

Ég skráði mig í annari tölvu, hvernig nálgast ég skráninguna aftur í öðrutæki?

Þú skráir þig aftur inn hér https://quiz.gamatic.com/ með sömu upplýsingum og þú gafst upp fyrst og spjöldin þín birtast

Ég fékk vinning en sá ekki hvað ég vann.

Kíktu á netfangið þitt, upplýsingar um vinninginn eru þar. Prófaðu að athuga í ruslatunnunni í tölvupóstinum ef þú finnur ekki staðfestinguna í innhólfinu.

Hvernig skrái ég mig til leiks?

Þú skráir þig inn hér https://quiz.gamatic.com/ og fylltu út umbeðnar upplýsingar.

Ef ég vinn, hvernig nálgast ég vinninginn?

Þú sækir hann til okkar - eða kíktu á tölvupóstinn þinn, þar eru allar upplýsingar.

Ég fékk vinning en hef ekki tök á að sækja vinninginn, má annar koma í staðinn fyrir mig?

Já, sendu bara staðfestinguna á vinningnum á þann sem sækir. Við merkjum við að viðkomandi komi til okkar.