„Kippt út úr öllu sem heita mátti daglegt líf“
Jónatan ræðir við Hafstein um sjúkdóm sinn og eftirmál hans. mbl.is/úr myndskeiði

„Kippt út úr öllu sem heita mátti daglegt líf“

Vorið 2016 var Jónatan Jónatansson í svipaðri stöðu og þúsundir annarra íslenskra ungmenna. Hann stundaði háskólanám, var duglegur að mæta í ræktina ásamt því að stunda félagslíf með félögunum. Honum datt ekki annað í hug en að hann væri stálsleginn til heilsunnar. Einn góðan veðurdag stóð hann hins vegar frammi fyrir mest krefjandi verkefni sínu til þessa þegar hann var greindur með eitlakrabbamein í hálsi. Á svipstundu varð tilveran allt önnur og lífið fór í farveg sem Jónatan óraði aldrei fyrir að ætti fyrir sér að liggja.

Jónatan ræðir við Hafstein um sjúkdóm sinn og eftirmál hans.
Jónatan ræðir við Hafstein um sjúkdóm sinn og eftirmál hans. mbl.is/úr myndskeiði

Vorið 2016 var Jónatan Jónatansson í svipaðri stöðu og þúsundir annarra íslenskra ungmenna. Hann stundaði háskólanám, var duglegur að mæta í ræktina ásamt því að stunda félagslíf með félögunum. Honum datt ekki annað í hug en að hann væri stálsleginn til heilsunnar. Einn góðan veðurdag stóð hann hins vegar frammi fyrir mest krefjandi verkefni sínu til þessa þegar hann var greindur með eitlakrabbamein í hálsi. Á svipstundu varð tilveran allt önnur og lífið fór í farveg sem Jónatan óraði aldrei fyrir að ætti fyrir sér að liggja.

Veikindin voru full vinna

„Ég var í viðskiptafræðinámi við Háskólann í Reykjavík, gekk vel í því sem ég tók mér fyrir hendur í námi og frístundum, og sá enga ástæðu til að ætla að nein breyting yrði þar á. Ég var bara á mjög góðu róli í tilverunni.“

Jónatan var einmitt á hlaupabrettinu í ræktinni þegar hann fann sérkennilegan kökk í hálsinum. Hann lét skoða málið en fyrst var talið að hann væri með svæsna sýkingu. Þegar sýklalyf höfðu engin áhrif að var ákveðið að fjarlægja sýkinguna með einfaldri aðgerð. Það var í kjölfar hennar sem veruleikinn kom í ljós og innan fárra daga var Jónatan kominn á fullt í krabbameinsmeðferð.

Hann lýsir breytingunni sem varð á öllu með þeim hætti að hún hafi í raun verið einföld: honum var í stuttu máli sagt kippt út úr öllu sem heita mátti daglegt líf því sjúkdómurinn var mjög alvarlegur.

„Ég þurfti að helga mig þessu verkefni alfarið og það var ekkert annað í boði á meðan. Ég varð að hætta í skólanum, gat ekki mætt í ræktina eða neitt slíkt. Þetta verkefni var full vinna hjá mér meðan á því stóð. Þetta var allt saman það síðasta sem ég bjóst við á þessum tímapunkti.“

Sjúkdómatryggingar eitthvað sem átti að bíða

Það er gríðarlega dýrt að veikjast, bendir Jónatan á og nefnir meðal annars lyf og aðra tengda hluti. Vinnutapið hafi ekki síður verið högg.

„Ég var heppinn að því leyti að ég var ekki að borga leigu meðan ég var í meðferðinni. Það er stöðugur kostnaður sem fylgir þessu verkefni og það getur leikið mann grátt ef maður er ekki í stakk búinn til að takast á við það. Ég var persónulega í bestu mögulegu stöðu sem ég hefði getað verið í þegar ég fæ greininguna. Ég var ekki kominn á þann stað að vera með börn, ég var ekki að leigja, ekki með neinar skuldbindingar að ráði. Ég bjó enn í foreldrahúsum svo þetta gat ekki hitt betur á hjá mér. Það var lán í óláni að svona stóð á hjá mér en auðvitað hef ég oft leitt hugann að því hvernig hefði getað farið hefði staðan hjá mér verið önnur.“

Jónatan ásamt vini sínum og skólafélaga, Hafsteini E. Hafsteinssyni, sem …
Jónatan ásamt vini sínum og skólafélaga, Hafsteini E. Hafsteinssyni, sem er sölu- og þjónustustjóri hjá Sjóvá. mbl.is/úr myndskeiði


Jónatan bætir því við að þegar hann hugsi til tímans rétt áður en hann greinist, fyrir rúmlega 18 mánuðum síðan, þá muni hann að öll tilhugsun um tryggingar hafi verið hálf kjánaleg.

„Sjúkdómatryggingar voru eitthvað sem ég hafði hugsað mér að byrja að pæla í miklu seinna. Hefði ég aftur á móti sýnt þá fyrirhyggju hefði það breytt miklu því það er mikill kostnaður sem fylgir því að veikjast svona. Auk þess varir sá kostnaður lengur en allar bætur eru að dekka. Ég fékk bætur á meðan ég var veikur en eftir veikindin er til dæmis hellings lyfjakostnaður sem fellur til.“

Veikindi spyrja ekki um aldur

Hafsteinn E. Hafsteinsson, sölu- og þjónustustjóri hjá Sjóvá, var í námi með Jónatan og kynntist honum þar. Hann sá því með eigin augum hvernig líf vinar hans og skólafélaga tók grundvallarbreytingum þegar hann veiktist.

„Þegar ég kynnist Jónatan erum við báðir í viðskiptafræðinni í HR og hann kom mér fyrir sjónir sem hraustur og heilbrigður strákur, duglegur í ræktinni, duglegur í golfi, duglegur í skólanum. Svo dag einn kemur óvænt símtal og honum er kippt út úr hversdagsleikanum. Við tekur nýtt líf á allt öðrum forsendum.“

Sjóvá Kringlunni
Sjóvá Kringlunni mbl.is/Kristinn Magnússon


Hafsteinn segir að í starfi sínu sjái hann þess oft dæmi að ungt fólk sleppi því að kaupa líf- og sjúkdómatryggingar þegar það fer yfir sín tryggingamál, af þeirri ástæðu að flestum finnst þér ósnertanlegir hvað heilsuna varðar á þessum árum. Hann hafi hins vegar séð bæði hjá vini sínum og síðar í gegnum vinnu sína hvernig alvarleg veikindi geta breytt öllu á svipstundu hjá ungu fólki.

„Það getur tekið á að sjá þetta í vinnunni. Krakkar sem eru að hefja lífið og eru ungir og heilsuhraustir, eftir því sem þau best vita. Svo kemur skellurinn og öllu er snúið á hvolf á svipstundu. Þá skiptir svo miklu máli hvaða fyrirhyggju maður var búinn að sýna.“

Fyrirhyggjan getur skipt sköpum

Hafsteinn segir það út af fyrir sig ekkert skrýtið að fólk leiði ekki hugann að þessum hlutum á unga aldri.

„Við erum ódauðleg, að okkur finnst, á þessum árum. Að veikjast alvarlega er það síðasta sem ungt fólk á von á. Við erum að byrja lífið og tryggingar af þessu tagi eru fyrir fullorðið fólk – ekki okkur. En dæmin sanna að maður veit aldrei fyrirfram. Fái maður verkefni á borð við alvarleg veikindi þá munar svo ótrúlega miklu að hafa tryggt sér ákveðið bakland. Þar með eru fjárhagsáhyggjurnar frá og maður getur einbeitt sér að því að ná fyrri styrk og heilsu á ný.“

Hann bætir því við að þegar ungt fólk kanni málið þá komi það þeim yfirleitt á óvart hversu ódýrt það er í raun að fá sér líf- og sjúkdómatryggingu.

„Það að tryggja sig gegn tekjutapinu sem getur hlotist af alvarlegum veikindum kostar svipað og ein skyndibitamáltíð á mánuði eða áskrift að tónlistarveitu. Þetta eru ekki stærri fjárhæðir en svo. Það er nefnilega ódýrt að tryggja sig fyrir veikindum þegar maður er ungur en það getur munað öllu ef veikindi knýja dyra. Þetta er því besti tíminn til að líf- og sjúkdómatryggja sig, þegar maður er ungur.“

mbl.is