Leiksýningaskrá

1928Laxness semur Sölku Völku sem kvikmyndahandrit í Los Angeles.
1934Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir sjónleikinn Straumrof 29. nóvember.
1947Kaflar úr Sölku Völku leiknir í útvarp.
1948Kaflar úr Sjálfstæðu fólki leiknir í útvarp.
1950Leikritið Snæfríður Íslandssól sýnt undir nafninu Íslandsklukkan við opnun Þjóðleikhússins 22. apríl.
1952Íslandsklukkan sýnd að nýju á fimmtugsafmæli skáldsins.
1954Þjóðleikhúsið frumsýnir Silfurtúnglið 9. október. Salka Valka kvikmynduð.
1955Þættir úr Sölku Völku, Ljósvíkíngnum, Sjálfstæðu fólki og Íslandsklukkunni leiknir í útvarp. Silfurtúnglið sýnt í Malyleikhúsinu í Moskvu.
1956Íslandsklukkan sýnd að nýju í Þjóðleikhúsinu. Silfurtúnglið sýnt í Suomen Kansallisteatteri í Helsinki.
1959Silfurtúnglið þýtt og gefið út á kínversku. Leikurinn hefur einnig verið gefinn út á tékknesku og prentaður í frönsku tímariti.
1960Leikfélag Akureyrar sýnir Íslandsklukkuna.
1961Strompleikurinn frumsýndur í Þjóðleikhúsinu 11. október.
1964Prjónastofan Sólin kemur út í sænskri þýðingu.
1965Leikfélag Seyðisfjarðar með Kiljans-kvöld.
1966Þjóðleikhúsið frumsýnir Prjónastofuna Sólina 20. apríl, Dúfnaveislan frumsýnd hjá Leikfélagi Reykjavíkur 29. apríl.
1966Íslandsklukkan gefin út á hljómplötu.
1968Íslandsklukkan leikin á ný í Þjóðleikhúsinu. Leikfélag Akureyrar sýnir Dúfnaveisluna.
1969Smásagan Jón í Brauðhúsum leikin í sjónvarp. Leikfélag Neskaupstaðar sýnir Dúfnaveisluna.
1970Leikgerð skáldsögunnar Kristnihalds undir Jökli frumsýnd hjá Leikfélagi Reykjavíkur 20. júní. Íslandsklukkan flutt í útvarp. Dúfnaveislan sýnd í Århus Teater í Árósum.
1971Straumrof leikið í útvarp. Þættir úr Dúfnaveislunni leiknir í útvarp.
1972Atómstöðin frumsýnd hjá Leikfélagi Reykjavíkur 14. mars. Hús skáldsins leikið í útvarp. Þjóðleikhúsið frumsýnir Sjálfstætt fólk 23. apríl. Þáttur úr Dúfnaveislunni gefinn út á hljómplötu. Leikfélag Akureyrar sýnir Strompleikinn.
1973Sjónvarpskvikmynd byggð á Brekkukotsannál frumsýnd í íslenska sjónvarpinu og síðar sýnd í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, V-Þýskalandi og víðar. Atómstöðin leikin í útvarp.
1974Kristnihald undir Jökli sýnt í Tröndelag Teater í Þrándheimi. Strompleikurinn leikinn í útvarp, einnig þættir úr Íslandsklukkunni.
1975Silfurtúnglið sýnt á 25 ára afmæli Þjóðleikhússins. Leikfélag Akureyrar sýnir Kristnihald undir Jökli. Leikfélag Menntaskólans á Akureyri sýnir Atómstöðina. Smásagan Veiðitúr í óbygðum leikin í sjónvarp. Leikfélag Skagfirðinga, Leikfélag Selfoss og Leikfélag Hveragerðis sýna Atómstöðina.
1976Smásagan Lilja kvikmynduð. Leikklúbbur Laxdæla sýnir Silfurtúnglið.
1977Straumrof sýnt á ný hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Leikritið kemur út í annarri útgáfu hjá Helgafelli.
1978Silfurtúnglið sýnt í sjónvarpinu. Raatiko-dansflokkurinn í Finnlandi sýnir Sölku Völku. Leikfélag A-Eyfellinga sýnir þætti úr Kristnihaldi undir Jökli. Umf. Biskupstungna sýnir Íslandsklukkuna. Leikfélag Hornafjarðar með Halldórs Laxness-dagskrá.
1979Leikfélag Akureyrar sýnir Sjálfstætt fólk.
1980Sjónvarpskvikmynd byggð á Paradísarheimt sýnd. Nemendaleikhúsið sýnir Íslandsklukkuna. Skagaleikflokkurinn sýnir Atómstöðina. Leikklúbbur Laxdæla sýnir Dúfnaveisluna.
1981Þjóðleikhúsið sýnir Hús skáldsins. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Sölku Völku. Leikfélag Blönduóss sýnir Kristnihald undir Jökli. Áhugaleikhús í Norður-Finnlandi og Héraðsleikhúsið í Kajana sýna leikgerð Sölku Völku.
1982Leikfélag Akureyrar sýnir Atómstöðina.
1983Ungmennafélagið Skallagrímur sýnir Dúfnaveisluna. Leikflokkurinn á Hvammstanga með kynningu úr verkum Halldórs Laxness. Leikfélag Húsavíkur sýnir Sölku Völku.
1985Þjóðleikhúsið sýnir Íslandsklukkuna. Leikfélag Akureyrar sýnir Silfurtúnglið. Leikfélag Flateyrar með Kiljansvöku. Leikhópurinn Máni sýnir Kristnihald undir Jökli.
1987Dramaten í Stokkhólmi sýnir Atómstöðina (En liten ö í havet). Leikfélag Ólafsvíkur sýnir Kristnihald undir Jökli.
1988Salka Valka sýnd í Hjalmar Bergman leikhúsinu í Örebro í Svíþjóð.
1989Leikfélag Reykjavíkur sýnir Ljós heimsins og Höll sumarlandsins. Leikfélag Fljótsdalshéraðs sýnir Sölku Völku.
1990Borgarleikhúsið í Ósló sýnir Sölku Völku. Umf. Stafholtstungna með Laxness-kvöld. Leikfélag Hveragerðis, Hvert örstutt spor, dagskrá.
1991Leikfélag Mosfellssveitar með Afmælisdagskrá. Leikfélag Fljótsdalshéraðs með dagskrá úr verkum Halldórs Laxness. Umf. Ármann, Stiklað á stóru, dagskrá.
1992 Leikhúsið Frú Emelía flytur Rhodymenya Palmata, kammeróperu eftir Hjálmar H. Ragnarsson við ljóðabálk Halldórs Laxness. Leikfélag Akureyrar sýnir Íslandsklukkuna. Þjóðleikhúsið: Hátíðardagskrá í tilefni 90 ára afmælis höfundar: Strompleikur, (leiklestur), Straumrof (leiklestur), Prjónastofan Sólin, (leiklestur) Veiðitúr í óbygðum, (leiklestur). Leikfélag Mosfellssveitar sýnir Innansveitarkroniku. Leikfélag Dalvíkur sýnir Strompleikinn.
1993Snúður og Snælda með kynningu á verkum skáldsins.
1994Leikfélag Kópavogs sýnir Silfurtúnglið. Leikfélag Blöndóss sýnir Atómstöðina. Leikfélag Selfoss sýnir Íslandsklukkuna.
1996Leikfélag Reykjavíkur sýnir Hið ljósa man. Umf. Dagrenning, leikdeild sýnir Sjálfstætt fólk. Leikfélag Hveragerðis sýnir Sölku Völku.
1997Leikfélag Akureyrar sýnir Vefarann mikla frá Kasmír. Borgarleikhúsið í Tampere í Finnlandi sýnir Sölku Völku.





© Morgunblaðið 1998.