1928 | Laxness semur Sölku Völku sem kvikmyndahandrit í Los Angeles. |
1934 | Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir sjónleikinn Straumrof 29. nóvember. |
1947 | Kaflar úr Sölku Völku leiknir í útvarp. |
1948 | Kaflar úr Sjálfstæðu fólki leiknir í útvarp. |
1950 | Leikritið Snæfríður Íslandssól sýnt undir nafninu Íslandsklukkan við opnun Þjóðleikhússins 22. apríl. |
1952 | Íslandsklukkan sýnd að nýju á fimmtugsafmæli skáldsins. |
1954 | Þjóðleikhúsið frumsýnir Silfurtúnglið 9. október. Salka Valka kvikmynduð. |
1955 | Þættir úr Sölku Völku, Ljósvíkíngnum, Sjálfstæðu fólki og Íslandsklukkunni leiknir í útvarp. Silfurtúnglið sýnt í Malyleikhúsinu í Moskvu. |
1956 | Íslandsklukkan sýnd að nýju í Þjóðleikhúsinu. Silfurtúnglið sýnt í Suomen Kansallisteatteri í Helsinki. |
1959 | Silfurtúnglið þýtt og gefið út á kínversku. Leikurinn hefur einnig verið gefinn út á tékknesku og prentaður í frönsku tímariti. |
1960 | Leikfélag Akureyrar sýnir Íslandsklukkuna. |
1961 | Strompleikurinn frumsýndur í Þjóðleikhúsinu 11. október. |
1964 | Prjónastofan Sólin kemur út í sænskri þýðingu. |
1965 | Leikfélag Seyðisfjarðar með Kiljans-kvöld. |
1966 | Þjóðleikhúsið frumsýnir Prjónastofuna Sólina 20. apríl, Dúfnaveislan frumsýnd hjá Leikfélagi Reykjavíkur 29. apríl. |
1966 | Íslandsklukkan gefin út á hljómplötu. |
1968 | Íslandsklukkan leikin á ný í Þjóðleikhúsinu. Leikfélag Akureyrar sýnir Dúfnaveisluna. |
1969 | Smásagan Jón í Brauðhúsum leikin í sjónvarp. Leikfélag Neskaupstaðar sýnir Dúfnaveisluna. |
1970 | Leikgerð skáldsögunnar Kristnihalds undir Jökli frumsýnd hjá Leikfélagi Reykjavíkur 20. júní. Íslandsklukkan flutt í útvarp. Dúfnaveislan sýnd í Århus Teater í Árósum. |
1971 | Straumrof | leikið í útvarp. Þættir úr Dúfnaveislunni leiknir í útvarp. |
1972 | Atómstöðin frumsýnd hjá Leikfélagi Reykjavíkur 14. mars. Hús skáldsins leikið í útvarp. Þjóðleikhúsið frumsýnir Sjálfstætt fólk 23. apríl. Þáttur úr Dúfnaveislunni gefinn út á hljómplötu. Leikfélag Akureyrar sýnir Strompleikinn. |
1973 | Sjónvarpskvikmynd byggð á Brekkukotsannál frumsýnd í íslenska sjónvarpinu og síðar sýnd í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, V-Þýskalandi og víðar. Atómstöðin leikin í útvarp. |
1974 | Kristnihald undir Jökli sýnt í Tröndelag Teater í Þrándheimi. Strompleikurinn leikinn í útvarp, einnig þættir úr Íslandsklukkunni. |
1975 | Silfurtúnglið sýnt á 25 ára afmæli Þjóðleikhússins. Leikfélag Akureyrar sýnir Kristnihald undir Jökli. Leikfélag Menntaskólans á Akureyri sýnir Atómstöðina. Smásagan Veiðitúr í óbygðum leikin í sjónvarp. Leikfélag Skagfirðinga, Leikfélag Selfoss og Leikfélag Hveragerðis sýna Atómstöðina. |
1976 | Smásagan Lilja kvikmynduð. Leikklúbbur Laxdæla sýnir Silfurtúnglið. |
1977 | Straumrof sýnt á ný hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Leikritið kemur út í annarri útgáfu hjá Helgafelli. |
1978 | Silfurtúnglið sýnt í sjónvarpinu. Raatiko-dansflokkurinn í Finnlandi sýnir Sölku Völku. Leikfélag A-Eyfellinga sýnir þætti úr Kristnihaldi undir Jökli. Umf. Biskupstungna sýnir Íslandsklukkuna. Leikfélag Hornafjarðar með Halldórs Laxness-dagskrá. |
1979 | Leikfélag Akureyrar sýnir Sjálfstætt fólk. |
1980 | Sjónvarpskvikmynd byggð á Paradísarheimt sýnd. Nemendaleikhúsið sýnir Íslandsklukkuna. Skagaleikflokkurinn sýnir Atómstöðina. Leikklúbbur Laxdæla sýnir Dúfnaveisluna. |
1981 | Þjóðleikhúsið sýnir Hús skáldsins. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Sölku Völku. Leikfélag Blönduóss sýnir Kristnihald undir Jökli. Áhugaleikhús í Norður-Finnlandi og Héraðsleikhúsið í Kajana sýna leikgerð Sölku Völku. |
1982 | Leikfélag Akureyrar sýnir Atómstöðina. |
1983 | Ungmennafélagið Skallagrímur sýnir Dúfnaveisluna. Leikflokkurinn á Hvammstanga með kynningu úr verkum Halldórs Laxness. Leikfélag Húsavíkur sýnir Sölku Völku. |
1985 | Þjóðleikhúsið sýnir Íslandsklukkuna. Leikfélag Akureyrar sýnir Silfurtúnglið. Leikfélag Flateyrar með Kiljansvöku. Leikhópurinn Máni sýnir Kristnihald undir Jökli. |
1987 | Dramaten í Stokkhólmi sýnir Atómstöðina (En liten ö í havet). Leikfélag Ólafsvíkur sýnir Kristnihald undir Jökli. |
1988 | Salka Valka sýnd í Hjalmar Bergman leikhúsinu í Örebro í Svíþjóð. |
1989 | Leikfélag Reykjavíkur sýnir Ljós heimsins og Höll sumarlandsins. Leikfélag Fljótsdalshéraðs sýnir Sölku Völku. |
1990 | Borgarleikhúsið í Ósló sýnir Sölku Völku. Umf. Stafholtstungna með Laxness-kvöld. Leikfélag Hveragerðis, Hvert örstutt spor, dagskrá. |
1991 | Leikfélag Mosfellssveitar með Afmælisdagskrá. Leikfélag Fljótsdalshéraðs með dagskrá úr verkum Halldórs Laxness. Umf. Ármann, Stiklað á stóru, dagskrá. |
1992 | Leikhúsið Frú Emelía flytur Rhodymenya Palmata, kammeróperu eftir Hjálmar H. Ragnarsson við ljóðabálk Halldórs Laxness. Leikfélag Akureyrar sýnir Íslandsklukkuna. Þjóðleikhúsið: Hátíðardagskrá í tilefni 90 ára afmælis höfundar: Strompleikur, (leiklestur), Straumrof (leiklestur), Prjónastofan Sólin, (leiklestur) Veiðitúr í óbygðum, (leiklestur). Leikfélag Mosfellssveitar sýnir Innansveitarkroniku. Leikfélag Dalvíkur sýnir Strompleikinn. |
1993 | Snúður og Snælda með kynningu á verkum skáldsins. |
1994 | Leikfélag Kópavogs sýnir Silfurtúnglið. Leikfélag Blöndóss sýnir Atómstöðina. Leikfélag Selfoss sýnir Íslandsklukkuna. |
1996 | Leikfélag Reykjavíkur sýnir Hið ljósa man. Umf. Dagrenning, leikdeild sýnir Sjálfstætt fólk. Leikfélag Hveragerðis sýnir Sölku Völku. |
1997 | Leikfélag Akureyrar sýnir Vefarann mikla frá Kasmír. Borgarleikhúsið í Tampere í Finnlandi sýnir Sölku Völku. |