Taktu múmínálfaprófið - hver ert þú?

Múmínálfarnir eru vinsælir.
Múmínálfarnir eru vinsælir.

Múmínálfarnir eiga stóran aðdáendahóp hérlendis en bækurnar um þessar stórkostlegu verur eru skrifaðar af finnsk-sænska rithöfundinum og myndlistarkonunni Tove Jansson. Þær voru gefnar út á árunum 1945 til 1970. Sögurnar gerast í Múmíndalnum og fjalla um múmínálfana og vini þeirra sem lenda í endalausum ævintýrum. 

Bækurnar um múmínálfana voru skrifaðar á sænsku og gefnar út fyrst að finnska bókaforlaginu Schildts Förlags Ab sem sérhæfir sig í útgáfu á sænsku og finnsku. 

Þær hafa verið þýddar á ein 43 tungumál og nokkrar þeirra þar á meðal á íslensku og er sú þýðing verk Steinunnar Briem blaðamanns sem lést árið 1974.

Auk níu skáldsagna um múmínálfana skrifaði Tove Jansson og myndskreytti fimm myndabækur, samdi teiknimyndasögur fyrir dagblöð með bróður sínum Lars Jansson sem birtust í enskum dagblöðum og lög innblásin af persónunum hafa verið gefin út. 

Ef þú elskar múmínálfana og lest bækurnar um þá fyrir börnin þín þá ættir þú að taka múmínálfaprófið og sjá hvort þú sért Múmínsnáðinn endurfædd/ur eða hvort þú sért jafnvel Mía litla eða jafnvel bísamrottan. 

https://quiz.tryinteract.com/#/5bd96dc13e79e000135ac589

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál