Allar sýningar á Kardimommubænum hafa slegið í gegn

Mikillar eftirvæntingar er farið að gæta vegna sýningar Þjóðleikhússins á Kardemommubænum þótt enn séu tæpir sex mánuðir í frumsýningu. Frumsýningin verður þann 18. apríl næstkomandi, um sama leyti og Þjóðleikhúsið fagnar 70 ára afmæli.

„Okkur hefur borist fjöldi fyrirspurna um miðasöluna allt frá því að við opnuðum í ágúst eftir sumarleyfi,“ segir Atli Þór Albertsson, markaðsstjóri leikhússins. 

„Við völdum að hefja söluna fyrir jólin til þess að fólk gæti nýtt miða á sýninguna til jólagjafa enda algengt að til dæmis ömmur og afar vilji fara með barnabörnin á sýninguna. Kardemommubærinn er líka frumsýndur undir lok leikárs og því fáar sýningar í boði á leikárinu, og fólk vill tryggja sér miða sem fyrst,“ segir hann og bætir við: 

„Við köllum Kardemommubæinn bæinn sem kætir kynslóðir því það hafa, leyfi ég mér að fullyrða, allar kynslóðir núlifandi Íslendinga fengið að njóta hans með einhverjum hætti. Allar sýningar Þjóðleikhússins á Kardemommubænum frá 1960 hafa slegið í gegn og tónlistin úr honum hefur fengið að hljóma í eyrum barna frá árinu 1961. Höfundinum sjálfum, Thorbirni Egner, þótti svo vænt um uppsetningar Þjóðleikhússins á verkum hans og viðtökur Íslendinga að árið 1965 gaf hann Þjóðleikhúsinu höfundarréttinn af öllum sínum leikritum á Íslandi í heila öld.“

Margir af vinsælustu leikurum þjóðarinnar fara með hlutverk í sýningunni eins og Hallgrímur Ólafsson, Sverrir Þór Sverrisson, Örn Árnason og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. 

„Það skýrist svo fljótlega hverjir fara með hlutverk krakkanna Tomma og Kamillu, og barna og dýra í Kardemommubæ, en prufur fóru fram á dögunum. Vel á annað þúsund börn sóttust eftir því að leika í verkinu og leikhúsið var því sérstaklega líflegt á meðan prufur fóru fram. Ég vona bara að við getum með góðu móti tekið við öllum þeim sem ætla sér að njóta sýningarinnar en fyrst og fremst erum við spennt fyrir því að geta boðið upp á jafn einstaka leiksýningu og Kardemommubærinn er.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda