Ljósmæðurnar Emma Swift og Embla Guðmundsdóttir eru stofnendur nýja Fæðingarheimilis Reykjavíkur sem hóf formlega starfsemi síðasta haust en þær ræddu um fæðingarheimilið og fæðingarþjónustu á Íslandi í Dagmálum í dag.
Þær ræddu meðal annars um kosti þess að fæða á fæðingarheimilinu, samstarf sitt við Landspítalann og stöðu Íslands, hvað fæðingarhjálp varðar, í samanburði við mörg önnur lönd.
„Þetta er örugglega einn af bestu stöðunum í heimi til að fæðast á. Þar sem öll þjónusta er í boði og sérhæfing í þeim aðstæðum þegar það virkilega þarf að grípa inn í. Þá höfum við allt til staðar hér og alla þá þekkingu og sérhæfni sem þarf til þess. Svo höfum við líka þessa sterku ljósmóðurfræði, hérna á Íslandi, sem er auðvitað ekki alls staðar í heiminum. Þar sem er líka mjög mikil áhersla á allt þetta eðlilega. Að veita góðan stuðning og fræðslu. Við sjáum þetta bara í þeim helstu útkomum sem hægt er að birta að þetta er góður staður til að fæðast á,“ sagði Emma Swift.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan.